Sjálfbærni í leikskólastarfi
vistrækt með Hildi Dagbjörtu og Margaritu
24.03.2021 - 26.03.2021
Hildur Dagbjört og Margarita bjóða upp á námskeiðið Sjálfbærni í leikskólastarfi. Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum, leikskólastjórum og öðru starfsfólki leikskóla og er hugsað til þess að hjálpa kennurum við að innleiða sjálfbærni í leikskólastarfi.
UM KENNARANA
Margarita Hamatsu er uppeldis-og menntunarfræðingur. Hún starfaði um þriggja ára skeið sem forstöðumaður Sesseljuhús umhverfisseturs, en starfar nú sem deildarstjóri við Leikskólann Álfheima á Selfossi þar hefur hún s.l. ár notað þekkingu sína á umhverfismálum við að innleiða sjálfbærni í leikskólastarfi. Margarita tekur virkan þátt í starfi Global Ecovillage Network (GEN), alþjóðlegra samtaka um sjálfbær samfélög. Hún er í forsvari fyrir þau samtök hér á landi og einnig viðurkenndur GEN kennari.
Hildur Dagbjört Arnardóttir er vistræktarkennari og landslagsarkitekt. Hún býr yfirviðamikilli þekkingu varðandi umhverfismál og sjálfbæra lifnaðarhætti og heldur reglulega námskeið. Hún hefur rekið félagslandbúnaðinn Gróanda á Ísafirði s.l. 5 ár og hefur staðgóða þekkingu á umhverfisvænum ræktunaraðferðum og tegundum sem henta fyrir ræktun í íslensku veðurfari.
Staðsetning
Námskeiðið verður haldið í Umhverfisfræðslusetrinu Alviðru, rétt utan við Selfoss. Bæjarhúsið er rúmgott og hentar vel til kennslu, auk þess sem stórt athafnasvæði er í hlöðu á bæjarstæðinu. Í landi Alviðru er fjölbreytt náttúra og mikill friðsæld.
Dagskrá
Miðvikudagur 24.mars
Koma - te - spjall
Kynningar
Kynningar
Kvöldmatur (18:00 - 20:00)
Spírun
Hvað er sjálfbærni? hvað er vistrækt?
Hvað er sjálfbærni? hvað er vistrækt?
Fimmtudagur 25.mars
Morgunmatur (8:00 - 9:00)
Hópefling
Grunnatriði ræktunar
Grunnatriði ræktunar
Hádegismatur (11:30 - 13:00)
Moltu-aðferðir
Útbúa inniræktunarbeð
Útbúa inniræktunarbeð
Kvöldmatur (18:00 - 20:00)
Sjálfbærnihugsun í leikskólastarfinu
Föstudagur 26.mars
Morgunmatur (8:00 - 9:00)
Hópefling
Útbúa inniræktunarbeð
Einföld svepparæktun
Útbúa inniræktunarbeð
Einföld svepparæktun
Hádegismatur (11:30 - 13:00)
Sjálfbærnihugsun í leikskólastarfinu
Miðvikudagur 24.mars
koma - te - spjall
kynningar
kynningar
Kvöldmatur (18:00-20:00)
spírun
hvað er sjálfbærni? hvað er vistrækt?
hvað er sjálfbærni? hvað er vistrækt?
Fimmtudagur 25.mars
Morgunmatur (8:00-9:00)
hópefling
grunnatriði ræktunar
grunnatriði ræktunar
Hádegismatur (11:30-13:00)
moltu-aðferðir
útbúa inni-ræktunarbeð
útbúa inni-ræktunarbeð
Kvöldmatur (18:00-20:00)
sjálfbærnihugsun í leikskólastarfinu
Föstudagur 26.mars
Morgunmatur (8:00-9:00)
hópefling
útbúa inni-ræktunarbeð
einföld svepparæktun
útbúa inni-ræktunarbeð
einföld svepparæktun
Hádegismatur (11:30-13:00)
sjlfbærnihugsun í leikskólastarfinu
Námskeiðsgjald
Þátttökugjaldinu ert stillt í hóf, 85.000 kr. fyrir tveggja og hálfs dags námskeið með fullu fæði. Við hvetjum þátttakendur til að sækja um styrk hjá sínu stéttarfélagi, t.d. í Endurmenntunarsjóð KÍ.
Gisting
Ákjósanlegt er að þátttakendur gisti í nágrenni Alviðru þar sem dagskráin nær fram á kvöld og mikilvægt að þátttakendur fái næga hvíld. Það er hægt að gista íAlviðru en við munum einnig aðstoða við að bóka gistingu í nágrenninu fyrir þá sem vilja meira rými út af fyrir sig.